fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 21:00

Diego að leggja sig í A4 - Mynd: Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir og aðdáendur kattarins Diegó óttast nú að honum hafi verið rænt. Örvæntingafull leit stendur nú yfir af kettinum sem kallaður hefur verið frægasti köttur landsins. Diegó heldur sig nánast alfarið í Skeifunni, sérstaklega í verslunum A4 og Hagkaupa, og hefur unnið svo hug og hjörtu borgarbúa að tæplega 16 þúsund manns eru nú meðlimir í aðdáendasíðu hans á Facebook, sem ber heitið Spottaði Diegó.

En allt ætlaði um koll að keyra nú fyrir stundu þegar greint var frá því að einn meðlimur hópsins hefði séð ókunnugan einstakling með kött sem líkist Diego í strætisvagni á leið 14 nú fyrir stundu.

Aðdáendur voru fljótir að komast að því að Diegó væri ekki í uppáhalds verslunum sínum og stuttu síðar staðfesti eigandi kattarins, Sigrún Ósk Snorradóttir, að Diegó væri ekki heima hjá sér. Hvatti hún fólk til að láta vita inn í hópinn ef að Diegó sæist á vappi fyrir utan sitt venjulega umhverfi svo hægt væri að ná í hann.

Færsla þar sem auglýst er eftir kettinum landsfræga er í mikilli dreifingu þegar þessi orð eru skrifuð og ljóst að vinir kattarins munu leggja allt í sölurnar til að hafa uppi á honum.

Uppfært kl.22.15:

Einn meðlimur síðunnar hefur greint frá því að samkvæmt vagnstjóra hjá Strætó hafði það verið karlmaður sem er talinn hafa tekið Diegó. Maðurinn var svartklæddur, með bakpoka, stór heyrnatól og rauða húfu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Í gær

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada