fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 21:00

Diego að leggja sig í A4 - Mynd: Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir og aðdáendur kattarins Diegó óttast nú að honum hafi verið rænt. Örvæntingafull leit stendur nú yfir af kettinum sem kallaður hefur verið frægasti köttur landsins. Diegó heldur sig nánast alfarið í Skeifunni, sérstaklega í verslunum A4 og Hagkaupa, og hefur unnið svo hug og hjörtu borgarbúa að tæplega 16 þúsund manns eru nú meðlimir í aðdáendasíðu hans á Facebook, sem ber heitið Spottaði Diegó.

En allt ætlaði um koll að keyra nú fyrir stundu þegar greint var frá því að einn meðlimur hópsins hefði séð ókunnugan einstakling með kött sem líkist Diego í strætisvagni á leið 14 nú fyrir stundu.

Aðdáendur voru fljótir að komast að því að Diegó væri ekki í uppáhalds verslunum sínum og stuttu síðar staðfesti eigandi kattarins, Sigrún Ósk Snorradóttir, að Diegó væri ekki heima hjá sér. Hvatti hún fólk til að láta vita inn í hópinn ef að Diegó sæist á vappi fyrir utan sitt venjulega umhverfi svo hægt væri að ná í hann.

Færsla þar sem auglýst er eftir kettinum landsfræga er í mikilli dreifingu þegar þessi orð eru skrifuð og ljóst að vinir kattarins munu leggja allt í sölurnar til að hafa uppi á honum.

Uppfært kl.22.15:

Einn meðlimur síðunnar hefur greint frá því að samkvæmt vagnstjóra hjá Strætó hafði það verið karlmaður sem er talinn hafa tekið Diegó. Maðurinn var svartklæddur, með bakpoka, stór heyrnatól og rauða húfu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax