fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir birtast nú ört og sýna fylgi flokkanna á mikilli hreyfingu. Einn daginn eru Píratar úti af þingi, annan daginn Vinstri græn og þann þriðja gamli gróni Framsóknarflokkurinn. Samfylking og Viðreisn skiptast á að hafa mesta fylgið.

En hversu mikið er að marka þessar kannanir. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur sínar efasemdir um það.

„Segi eins og er, hef talsverðar efasemdir um skoðanakannanir sem eru að birtast þessa dagana,“ segir hann í stuttri færslu á samfélagsmiðlum. „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim – gæti reynst vera tal út í bláinn, samkvæmisleikur í besta falli.“

Taka margir undir með honum. Kannanirnar, sem koma flestar frá Gallup, Maskínu og Prósent, séu út og suður. Minni jafn vel á „skagfirsku sveifluna,“ eins og fjölmiðlamaðurinn og frambjóðandi Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefnir.

Annar frambjóðandi, Alexandra Briem Pírati, segir að það sé ekki gott fyrir andlega ró sína að fylgja þeim of náið eftir.

Enn annar fjölmiðlamaður, Bergljót Davíðsdóttir, nefnir hins vegar að eftir því sem nær dregur séu kannanir mjög nærri niðurstöðunum.

„Við vitum að SJálfstæðisflokkur fær alltaf aðeins meira en kannanir segja. Hins vegar þarf svo lítið til að breyta vonum þeirra sem eru í kringum 5 prósentin. Sen nota bene er vanvirðing við þá sem kjósa þá flokka til að freista þess að koma góðu fólki á þing,“ segir hún. Bráðnauðsynlegt sé að breyta kosningalöggjöfinni fyrir næstu kosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Í gær

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada