fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 14:30

Fagribær á Selfossi er vettvangur nýjustu vendinga í harðnandi deilum á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær gagnrýndi Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra harðlega framgöngu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnarsamtarfinu á þessu kjörtímabili, sem senn er á enda. Sagði hann Sjálfstæðisflokkinn hafa verið stjórnlausan, ekki haft mikinn vilja til málamiðlana og flokkurinn en ekki Vinstri grænir hafi verið helsta vandamálið í stjórnarsamtarfinu. Daginn eftir að Framsóknarflokkurinn birti myndband með þessum fullyrðingum formannsins birtu ungir Sjálfstæðismenn í kjördæmi Sigurðar Inga færslu á Instagram þar sem skilti eru auglýst til sölu en á þeim eru Framsóknarmönnum ekki vandaðar kveðjurnar.

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Framsóknarflokkurinn birti klippta útgáfu af lengra myndbandi, í fyrradag, á öllum helstu samfélagsmiðlasíðum sínum en myndbandið í heild er á Youtube-síðu flokksins. Í myndbandinu segir Sigurður Ingi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðari tímum aldrei verið jafn stjórnlaus og erfiður í samstarfi og á því kjörtímabili sem nú er að ljúka.

Í gær, daginn eftir að Framsóknarflokkurinn birti þetta myndband birtist færla á Instgram-síðu Hersis sem er félag ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu, sem tilheyrir Suðurkjördæmi, kjördæmi Sigurðar Inga. Færslan var einnig birt á Instagram-síðu Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Í færslunni eru auglýst til sölu tvennar gerðir af skiltum. Á öðru þeirra stendur:

„Enga Framsóknarmenn.“

Með færslunni fylgja þrjár myndir þar af ein sem tekin er af einu skiltinu þar sem því hefur verið komið fyrir skammt frá kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Fagrabæ, við Bankaveg á Selfossi. Fagribær er burstabær sem klárað var að reisa árið 2022.

Ef þú sérð ekki færsluna er ráð að endurhlaða síðuna en einnig er tengill á hana hér. Til að sjá myndina frá Selfossi þarf að smella á örina hægra megin á mynd af Brynjari Níelssyni sem fyrst kemur upp.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @hersirxd

Það er ekki beinlínis tekið fram í færslunni að skiltið sé beint svar við þessum orðum Sigurðar Inga en tímasetning birtingarinnar og sú athöfn að setja eitt skiltið svo nærri kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins gefur hins vegar til kynna að það séu einhver tengsl þarna á milli.

Það virðist því anda frekar köldu milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins nú um stundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Í gær

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“