fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 16:46

Mynd af bílastæði loftsins, tekin úr lofti fyrr í dag. Mynd: Guðmundur Ingi Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virknin í eldgosinu sem hófst í Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er nokkuð stöðug. Hraunið sem náð hefur að þekja stóran hluta bílastæðis Bláa Lónsins er enn á hreyfingu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningunni segir að virkni í eldgosinu, sem er á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells, virðist vera nokkuð svipuð síðan í morgun. Jarðskjálftavirkni og aflögun á gosstöðvunum sé mjög lítil.

Fyrstu mælingar bendi til þess að rúmmál kviku sem streymdi frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina sé tæplega helmingur af því rúmmáli sem flæddi frá Svartsengi í síðasta eldgosi sem hófst þann 22. ágúst. Nánari niðurstöður um það fáist á næstu dögum.

Hrauntungan sem runnið hafi yfir Grindavíkurveg og heitavatnslögnina vestan hans hafi haldið áfram að renna til vesturs. Um hádegi hafi hraunið náð inn á bílastæði við Bláa lónið og sé enn á hreyfingu. Framrásarhraði hraunsins hafi verið metinn rúmlega 100 metrar á klukkustund á milli kl. 12:09 og 13:35.

Þessi hraunbreiða hafi nú náð lengra til vesturs en hraunbreiður úr fyrri eldgosum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Í gær

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“