fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 15:30

Þorvaldur spyr spurninga um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Holtagörðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Gylfason, prófessor emeritus í hagfræði, grunar að allt hafi ekki verið með felldu þegar hann kaus utan kjörfundar í gær. Atkvæðið hans hafi verið persónugreinanlegt og því óvíst að dómstólar myndu meta þessa framkvæmd gilda.

Þorvaldur greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Í samtali við DV segist hann hafa kosið utan kjörfundar í Holtagörðum.

Í kosningunni tók hann eftir að atkvæðaseðillinn var lagður í lokað umslag ásamt blaði með nafninu hans.

„Þar eð það er eins manns verk að opna umslag er einsýnt að Kristín Edwald [formaður yfirkjörstjórnar] eða hver það nú verður sem opnar umslagið getur séð og skráð hjá sér hvað ég kaus,“ segir Þorvaldur í færslunni. Veltir hann fyrir sér réttarfarslegum áhrifum. „Ætli þetta teljist vera annmarki á framkvæmd kosningarinnar? Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“ spyr hann.

Hafa þó nokkrar umræður spunnist um þetta. Bent er á að það eigi að setja atkvæðaseðilinn í ómerkt umslag og aftur í annað með nafni. Hið ómerkta sé lokað og sett í innsiglaðan kassa þangað til talið er.

Þorvaldur ítrekar hins vegar að í hans tilfelli hafi aðeins verið eitt umslag. Telja margir þar klárlega um lögbrot að ræða, atkvæðaseðillinn gæti því verið ógildur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“