fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvorki ríkissaksóknari né dómsmálaráðuneytið hafa viljað taka við nýjum sönnunargögnum í Geirfinnsmálinu, sem höfundur og útgefandi bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ segjast hafa í höndum. Meðal upplýsinga eru nafn og símanúmer þess manns sem þeir telja vera morðingja Geirfinns, auk upplýsinga um önnur vitni, m.a. mann sem segist hafa orðið vitni að morði Geirfinns er hann tíu ára gamall horfði inn um glugga bílskúrs við heimili Geirfinns í Keflavík.

Útgefandi bókarinnar reyndi árangurslaust að koma gögnunum í hendur yfirvalda í gær og situr uppi með þau ennþá. RÚV ræddi í hádegisfréttum við Jón H. B. Snorrason, saksóknara hjá embætti Ríkissaksóknara. Hann segir það eðlilegan farveg málsins að gögnin séu afhent þangað sem upphaflega rannsóknin fór fram, þ.e. til Lögreglustjórans á Suðurnesjum, í Reykjanesbæ. Ef tilefni sé til rannsóknar þá gildi það sama hér og í sakamálum yfirleitt að lögregla í því umdæmi sem þetta mál tengist hefji rannsókn. Eðlilegt  sé að þeir sem búa yfir gögnum í þessu máli leiti þangað og lá gögnin þar í té.

Jón var spurður hvert væri hlutverk embættis Ríkissaksóknara í slíkum málum. Sagði hann að embætti Ríkissaksóknara sé yfirstjórn rannsókna og ákæruvalds í landinu en þetta mál virðist ekki vera komið á það stig. Miðað við það sem hann hafi heyrt þá sé þetta nýtt upphaf í málinu.

Jón segir að Geirfinnsmálið sé opið og ekki fyrnt. Séu komnar fram nýjar upplýsingar í málinu sé er rétt að hefja rannsókn þess að nýju og þá á Suðurnesjum.

„Mér finnst þetta skrýtið“

Er DV bar þetta undir útgefanda bókarinnar, Jón Ármann Steinsson, voru fyrstu viðbrögð hans neikvæð. „Mér finnst þetta skrýtið. Mér finnst skrýtið að við þurfum að fara með þetta í nákvæmlega þetta lögregluembætti. Þarna var sáð fræi sem varð að stærsta réttarmorði Íslandssögunnar. Að fara með þetta aftur þangað, ég skil það ekki.“

Jón telur að eðlilegur farvegur málsins sé sá að lögregla fái skipun að ofan um að rannsaka málið. Honum lýst illa á að lögregla í Keflavík fái sjálfdæmi um að ákveða hvort hún hefji rannsókn málsins að nýju eða ekki.

Jón útilokar þó alls ekki að hann fari þessa leið með gögnin. Hann er einfaldlega að meta stöðuna. „Ég er samt ekki að segja að ég vilji ekki gera þetta. Þetta eru fyrstu fréttir sem ég fæ af þessu og ég á eftir að skoða þetta betur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“