fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefnd kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Í ákæru héraðssaksóknara í málinu hafa margar staðreyndir verið hreinsaðar úr ákærutexta en þar sem þinghald í málinu er ekki lokað má telja líklegt að meint ofbeldi konunnar hafi beinst gegn barni sem er henni ekki nákomið. Um þetta er þó ekki hægt að fullyrða.

Konan er sögð hafa veist með ofbeldi að dreng á leikvelli, dregið hann gegn vilja sínum frá leikvellinum og upp tröppur sem lágu að heimili hennar. Þar tókst drengnum að slíta sig lausan og hlaupa niður tröppurnar en konan elti drenginn, náði honum fyrir neðan tröppurnar, greip í hann og ýtti upp að vegg. Hélt hún honum við vegginn þar til hún varð þess vör að tvær manneskjur komu að.

Drengurinn hlaut í átökunum skrámur á hnúa vinstri handar, á olnboga og yfir hægra herðablað. Segir síðan í ákæru: „…með háttseminni sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu.“

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd drengsins er gerð krafa um miskabætur upp á 500 þúsund krónur.

Réttað verður yfir konunni í næstu viku, aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þriðjudaginn 26. nóvember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin