fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 09:00

Snorrabraut 63. Mynd: Borg fasteignasala/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins hafa sjö íbúðir af 160 selst á sex þéttingarreitum í Reykjavík síðan í byrjun októbermánaðar. Á þremur þessara reita hefur engin íbúð selst.

Fjallað er um dræma sölu á þéttingarreitum í Morgunblaðinu í dag og meðal annars rætt við Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóra félags sem byggði 35 íbúða fjölbýlishúss á Snorrabraut 62. Hann segir að vegna dræmrar sölu hafi íbúðirnar verið teknar úr sölu.

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta. Við höfum sett nánast allar íbúðirnar í leigu og erum hættir að spá í þetta af því að dýrari íbúðirnar seljast ekki. Það er vonlaust að reyna það,“ hefur Morgunblaðið eftir Kristni.

Hann segir einnig að fjárfestar og fjársterkir einstaklingar séu áberandi á markaðnum þessa dagana en þeir séu alltaf í leit að fjárfestingarkostum, til dæmis eignum sem hægt er að leigja í skammtímaleigu.

Í Morgunblaðinu er einnig rætt við Gunnar Sverri Harðarson, fasteignasölu hjá Remax sem bendir á að á Grandatorgi í Vesturbænum hafi selst 24 af 84 íbúðum síðan sala hófst um miðjan ágúst. Staðan á markaðnum sé þannig að fólk sé að bíða eftir vaxtalækkun Seðlabankans og kosningum.

„Svo myndi ég halda að það færðist fjör í leikinn á nýju ári,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins