fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

„Þetta er ekki 20 ára gamalt röfl af netinu heldur staðreynd úr samtíma okkar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, biður fólk að hafa í huga að það sé raunveruleiki margra barna í dag að þau þurfa að fara svöng að sofa út af fátækt foreldra. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og það sé á ábyrgð samfélagsins að bregðast við.

Hún skrifar á Facebook: „Alvöru börn í raunheimum sofna svöng vegna fátæktar. Þetta er ekki 20 ára gamalt röfl af netinu heldur staðreynd úr samtíma okkar. Þessi börn eru fórnarlömb efnahagslegs ofbeldis. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar og haft áhrif á allt þeirra líf. Það er á ábyrgð okkar að uppræta þessa samfélagslegu skömm. Getum við staðið saman og gert það? Eða erum við, fullorðna fólkið, of upptekin við að velta okkur uppúr gömlum glæpum til að geta barist gegn eitrun misskiptingar og stéttskiptingar sem skemmir líf barna og unglinga nákvæmlega núna, allt í kringum okkur?“

Sólveig deilir skjáskoti af ummælum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalista flokksins, úr Facebook-hóp flokksins. Þar bendir Sanna á að 18% barna í 4. bekk hafi farið svöng að sofa þar sem ekki er til matur heima hjá þeim. Sanna sagði:

„18% barna í 4. bekk greina frá því að hafa farið svöng að sofa vegna þess að það var ekki til matur heima. Þetta er ekki í lagi og þessu þarf að breyta. Börn ættu ekki að fara svöng að sofa vegna skorts. Það ætti enginn að fara svangur að sofavegna skorts.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla