fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salka Sól Eyfeld söngkona er afar ósátt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Hún gagnrýnir hann fyrir litla lestrarkunnáttu í ljósi gagnrýni hans á frumvarp til breytinga á meðal annars lögum um mannanöfn og fyrir að sýna stöðu foreldra og barna, sem þurfa að glíma við afleiðingar yfirstandandi verkfalla kennara í sumum leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, engan áhuga.

Eins og DV greindi frá fyrr í dag hefur gætt þess misskilnings að frumvarp nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna snúist um að taka fyrir að hægt sé að nota orðið afi. Frumvarpið snýr að breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu trans fólks, meðal annars á lögum um mannannöfn. Í frumvarpinu stendur meðal annars, þegar kemur að breytingu á þeim lögum:

„Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns.“

Sá hluti laganna hljóðar svo nú:

„Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“

Eitthvað hefur borið á umræðu á samfélagsmiðlum um að það eigi með þessu að banna orðið afi en viðkomandi virðast ekki hafa fyrir því að lesa sér til um að þetta ákvæði snýst um að heimilt sé að kenna ófeðrað barn ekki eingöngu við afa sinn.

Biður fólk að anda rólega – Það sé enginn að banna ömmur og afa

Sú útgáfa frumvarpsins sem gagnrýnd hefur verið á samfélagsmiðlum er hins vegar frá síðasta vetri en þá hljómaði greinina umrædda svona:

„Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris foreldris síns.“

Ekkert að leiðrétta

Eins og minnst var á í frétt DV fyrr í dag þá var forsætisráðherra ekkert að leiðrétta þennan misskilning að frumvarpið snerist um að banna orðið afi í færslu á X. Hann deildi skjáskoti af fyrstu síðu frumvarpsins og skrifaði í færslunni:

„Í dag er pabba og afadagur í leikskólanum. Ég mæti í kaffi sem stoltur afi. Það er ótrúlegt en satt að nokkrir þingmenn vildu breyta kenninöfnum í mannanafnalögum. Ég væri ekki lengur afi heldur foreldri foreldris. Vitleysan ríður ekki við einteyming.“

Salka Sól Eyfeld gagnrýnir færslu Bjarna harðlega og segir augljóst að lesskilningi hans sé ábótavant og að honum sé bersýnilega sama um foreldra eins og hana sem eigi börn á leikskólum þar sem kennarar séu í verkfalli:

„Þessir drengir sem geta ekki lesið sér til gagns..hann fékk þó að fara í leikskólann, mín börn eru að fara inní vikur þrjú í verkfalli og honum er bara drull.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“