fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór þess á leit við ráðuneytisstjóra í matvælaráðuneytinu að Jón Gunnarsson kæmi ekki nálægt vinnu við útgáfu hvalveiðileyfa sama dag og leyniupptaka af syni Jóns fór í dreifingu.

Heimildin greinir frá þessu á vef sínum.

Bent er á það í umfjöllun Heimildarinnar að Bjarni hafi sagt við mbl.is í gær að hann hafi rætt við ráðuneytisstjórann „fyrir nokkru síðan“ og við Vísi hafi hann sagst ekki muna hvort það hafi verið í síðustu eða þar síðustu viku.

Í frétt Heimildarinnar er vísað í svör ráðuneytisins við fyrirspurn miðilsins þar sem fram kemur að Bjarni hafi beint því til Bryndísar Hlöðversdóttur, ráðuneytisstjóra matvælaráðuneytisins, síðastliðinn fimmtudag að Jóni yrði haldið frá vinnu við hvalveiðileyfin.

Það gerðist sama dag og leyniupptaka af syni Jóns, Gunnari Bergmann, fór í dreifingu en í þeim talaði Gunnar fjálglega um fyrirætlanir föður síns um að gefa út leyfi fyrir hvalveiðum, helst fyrir kosningar, og vinasamband hans við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf.

Bent er á það í umfjöllun Heimildarinnar að leyfisumsókn Hvals hafi borist 23. október, daginn áður en tilkynnt var um endurkomu Jóns á lista Sjálfstæðisflokksins og að hann yrði sérstakur fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu. Fimmtán dagar hafi liðið frá því leyfisumsóknin barst frá Hval þar til Bjarni bað um að Jón kæmi ekki nálægt vinnslu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar