fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Dóra Björt boðar viðsnúning í brennumálinu

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 1. nóvember 2024 13:30

Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær hefur verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur að fækka áramótabrennum í borginni, um komandi áramót, úr tíu í sex. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður ráðsins og oddviti Pírata í borgarstjórn greindi hins vegar frá því nú um hádegisbilið, á Facebook-síðu sinni, að í kjölfar viðbragða frá íbúum verði þessi áform dregin til baka og fjöldi áramótabrenna í borginni haldist óbreyttur.

Reykjavíkurborg fækkar áramótabrennum – Sjáðu hvaða brennur verða aflagðar

Dóra Björt segir að eftir mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum verði það lagt til á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs að brennurnar verði áfram 10 og að tillagan um fækkun brennanna sem samþykkt var á síðasta fundi ráðsins verði afturkölluð. Bætir hún því við að skoðað verði hvernig komið verði til móts við athugasemdir viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar en í tillögunni um fækkun brennanna var ekki síst vísað til slíkra athugasemda.

Auðmýkt

Dóra Björt segir í færslunni  að í sínum huga snúist málið um auðmýkt og að taka tillit til sjónarmiða íbúa:

„Ég hef alltaf einsett mér að vera auðmjúk og næm á sjónarmið íbúa út frá mínum lýðræðishugsjónum og reyna að finna eins farsæla lendingu í málum og unnt er. Því er mér ljúft og skylt að taka mið af umræðunni og bregðast við með því að endurskoða fyrri ákvörðun. Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum.“

Dóra Björt boðar að lokum að lagt verði til að á næsta ári eigi borgaryfirvöld samráð við íbúa og viðbragðsaðila um staðsetningar áramótabrenna til lengri tíma litið þar sem ræddar verði mögulega nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til að mæta mismundandi sjónarmiðum. Þar á hún væntanlega við annars vegar sjónarmið um öryggi, umhverfisvernd og kostnað og hins vegar sjónarmið um hefðir sem einkum var vísað til í gagnrýni á áformin um að fækka brennunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“