fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 20:00

Landslagið er gjörbreytt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóðin miklu í Valencia og nærliggjandi svæðum á austurströnd Spánar hafa ekki aðeins valdið gríðarlegu manntjóni. Nýjar gervihnattarmyndir sýna glöggt þá gríðarlegu eyðileggingu sem flóðin hafa valdið á mannvirkjum og umhverfinu.

Myndirnar voru birtar á vefnum N332, það er bæði nýjar gervihnattarmyndir og eldri gervihnattarmyndir af sömu svæðum.

Á myndunum sést hvernig drulla og vatn hefur flætt yfir svo til hvern fersentimetra. Þar sem áður voru græn svæði með trjám eða akrar í námunda við borgina er nú drullusvað. Sést hvernig drullan og leirinn hefur borist langt út í sjó.

Ein myndin sýnir til að mynda hvernig skolphreinsistöð er komin á kaf í drullu. Þangað til stöðin er komin aftur í gagnið mun allt skolp fara óhreinsað beint í sjóinn. Í kring eru mikil ferðamannasvæði og vinsælar strandir.

Á annarri mynd sést hvernig stórt brúarmannvirki er mikið laskað eftir flóðin og algjörlega ónothæft. Bílar, þar á meðal stórir vörubílar, virðast hafa verið skildir eftir við brúnna. Þá hafa járnbrautarteinar rofnað og lestasamgöngur legið niðri.

Staðfest dauðsföll eru nú vel á þriðja hundrað í flóðunum, sem hófust 29. október. En heils árs úrkoma kom niður á mjög stuttum tíma vegna sérstakra veðuraðstæðna. Þá eru um 2 þúsund manns saknað.

Svæðin sem hafa farið verst út úr flóðunum eru Valencia, Castilla La Mancha og Andalucia. Eins og gefur að skilja hafa innviðir, eins og rafmagn, vatn, lestarkerfi og símkerfi farið úr skorðum og eignatjónið er gríðarlegt. Um 2 þúsund verslanir eru gereyðilagðar og nærri 5 þúsund aðrar mjög skemmdar. Tjón almennings er líka gríðarlegt. Hús hafa stórskemmst og bílar sópast með straumnum og eyðilagst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu