fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2024 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti þann 23. október síðastliðinn hefur verið framlengt til 28. nóvember á grundvelli almannahagsmuna.

Um er að ræða 39 ára gamlan karlmann sem hafði nýlokið afplánun og hafði Reykjavíkurborg verið vöruð við því að hann þyrfti sértækan stuðning þar sem hann væri enn hættulegur. Hann glímir við bæði þroskaskerðingu og fíknivanda og hefur áður gerst sekur um ofbeldi gegn foreldrum sínum. Maðurinn átti að fá öruggt húsnæði eftir afplánun en var þess í stað boðið að dveljast á gistiheimili, sem hann afþakkaði og flutti heldur inn til móður sinnar.

Árið 2006 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hann stakk föður sinn með hnífi í bakið. Móðir hans hafi eins orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi sem stóð yfir árum saman og var hann árið 2022 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á móður sína með ofbeldi, höggum og spörkum í líkama, andlit og höfuð og fyrir að taka hana hálstaki. Tilefni árásarinnar var ósætti um hvernig ætti að standa að útför föður mannsins sem þá var nýlátinn.

Sjá einnig: Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu