fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Fór upp í sveit og skaut hundinn sinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 13:47

Þessi hundur veit vel hvenær það er kominn matartími. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaeigandi á höfuðborgarsvæðinu hefur verið sektaður um 230 þúsund krónur fyrir að aflífa hundinn sinn.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu í september.

Í úrskurði Matvælastofnunar kemur fram að eigandi hundsins hafi ákveðið að aflífa hann sjálfur með byssuskoti. Hundurinn var orðinn veikur og fór eigandinn með hann „út á land“ þar sem hann aflífaði hann.

Dýralæknum er einum heimilt að aflífa gæludýr nema í neyðartilvikum sem ekki átti við í þessu tilviki. Var því stjórnvaldssekt að upphæð 230 þúsund lögð á eiganda hundsins.

Á vef Matvælastofnunar kemur einnig fram að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur á dag hafi verið lagðar á eiganda hrossa á Norðurlandi eystra. Sinnti hann ekki að draga úr slysahættu fyrir hrossin og bæta hófhirðu. Loks var kúabú á Suðurlandi svipt mjólkursöluleyfi vegna lélegra mjólkurgæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur