fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Jafnvægi milli einkalífs og vinnu á ráðstefnu um gervigreind

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

73% telja að vinnan verði auðveldari með tilkomu gervigreindar. Þá telja 60% að gervigreind muni gegna lykilhlutverki í að auka jafnvægi milli vinnu og einkalífs, að því er fram kemur í vinnuvísitölu tæknifyrirtækisins HP.

Gervigreind er orðin allsráðandi í nýjustu fartölvunum. Hún lærir á hegðun notanda og bestar frammistöðu tölvunnar hverju sinni, án þess að draga úr afköstum.

Gervigreind verður meginþema á hádegisfundi tæknifyrirtækisins OK sem fer fram í næstu viku. Í tilkynningu kemur fram að þar verður sjónum beint að þeim tækifærum sem gervigreind getur fært fyrirtækjum og fólki yfirhöfuð. 

„Fyrirtæki vilja almennt notfæra sér gervigreind í þrennum tilgangi; bæta innri kerfi og rekstur, auka framleiðni og efla sköpunarkraft starfsfólks og síðast en ekki síst bæta upplifun af blandaðri vinnu (e. Hybrid work). Endamarkmiðið er að skila af sér betri vörum og lausnum,“ segir Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður Notendalausna OK.

„Æðstu stjórnendur HP telja að gervigreind verði helsti drifkraftur breytinga næsta áratug og opni meðal annars á nýjar víddir í nýsköpun. Viðskiptavinir OK eru því afar spenntir fyrir viðburðinum og við búum við þann munað að fullbókað er á viðburðinn,“ segir Gísli.

„Við sjáum nú þegar að notkun á gervigreind hefur aukist um 28% hjá sérfræðingum (e. knowledge workers) á einu ári, eða úr 38% yfir í 66%, að því er fram kemur í HP Work Relationship Index 2024. Almennt virðast sérfræðingar, sem nota gervigreind, njóta vinnunnar meira og framleiðni þeirra hefur aukist. Þá eru 73% sammála um að aukinn skilningur á gervigreind geti eflt starfsferil þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum