fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Þórdís hneyksluð á fréttum um meint daður Danakonungs – „Ég hef alla tíð haft nokkra óbeit á þessari tegund fjölmiðla“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, furðar sig á fréttum erlendu slúðurpressunnar um meint daður Danakonungs í hennar garð.

Hélt ástralska slúðurpressan því meðal annars fram að drottningin Mary, sem er Ástrali, hafi orðið reið og tárast þegar hún sá eiginmann sinn, Friðrik X Danakonung, daðra við Þórdísi á galakvöldverði fyrir íslensku forsetahjónin í Kristjánshöll, fyrr í þessum mánuði.

„Hin unga íslenska stjórnmálakona Þórdís, hún er mjög svo týpan hans,“ sagði danskur heimildarmaður ástralska miðilsins Now to Love sem fjallaði um málið í gær.

Sjá einnig: Segja dönsku drottninguna hafa tárast þegar konungurinn daðraði við Þórdísi 

Þórdís segir í samtali við Vísi að það sé hálfneyðarlegt að íslenskir fjölmiðlar hafi tekið þetta upp. Þetta sé engin frétt enda ekkert hæft í þessu.

„Ég hef alla tíð haft nokkra óbeit á þessari tegund fjölmiðla og hafði vonast til að við myndum halda okkur frá þessum standard frekar en að líta til hans og taka hann til fyrirmyndar,“ sagði Þórdís og tók fram að fjölmiðlar hafi stjórn á því hvað þeir telja vera frétt, en í þessu tilviki sé um engan fréttapunkt að ræða. Hún segist vonast til að íslenskri miðlar fjalli heldur um hvernig stjórnmálamenn standi vörð um hagsmuni Íslands á erlendri grundu, fremur en að elta slúðurfréttir sem þessa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“