fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 07:00

Norðurkóreskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru norðurkóreskir hermenn komnir til Rússlands og Úkraínu til að berjast með rússneskum hermönnum gegn Úkraínumönnum. Er talið að í þessari fyrstu lotu sendi Norður-Kórea 15.000 hermenn. Úkraínumenn ætla meðal annars að bregðast við þessu með því að reyna að fá Kóreumennina til að gerast liðhlaupar. Þeir lofa þeim þremur heitum máltíðum á dag og læknisaðstoð í staðinn.

„Gefstu upp! Úkraína mun vernda þig og sjá þér fyrir mat og hita,“ segir í úkraínskri herferð sem er beint að norðurkóresku hermönnunum.

Þessum boðskap er deilt á samfélagsmiðlum af „Ég vil lifa verkefninu“ sem var sett á laggirnar til að annast rússneska hermenn sem gerast liðhlaupar.

Það eru svo sem litlar líkur á að norðurkóresku hermennirnir hafi aðgang að samfélagsmiðlum á borð við X en samt sem áður er auglýsingin birt þar á kóresku. Í henni segir að mörg þúsund rússneskir hermenn hafi nú þegar tekið réttu ákvörðunina og gerst liðhlaupar. Þeir bíði þess nú að stríðinu ljúki og dvelji í hlýjum húsakynnum, fái þrjár heitar máltíðir á dag og heilbrigðisþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“