fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 3. október 2024 10:00

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Mynd/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það gæti orðið nauðsynlegt að „fella fiskvinnslufólk af launaskrá“ í hráefnisskorti borgi Atvinnuleysistryggingasjóður ekki áfram laun þeirra í hráefnisskorti. Starfsfólkið muni sjálft þurfa að leita til Vinnumálastofnunar.

Þetta kemur fram í umsögn SFS við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í frumvarpinu er lagt til að lög um greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna fiskvinnslufólks verði felld úr gildi. Það er lög númer 51 frá árinu 1995 þar sem kveðið er á um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs til fiskvinnslufyrirtækja sem greiða starfsmönnum laun á meðan tímabundinni vinnslustöðvun stendur sökum hráefnisskorts að uppfylltum vissum skilyrðum.

Borga ekki laun á uppsagnarfresti

SFS leggjast gegn afnámi þessara greiðslna og segja að ef þetta verði að veruleika geti þurft að „fella starfsfólk af launaskrá.“

„Hráefnisskortur í fiskvinnslu er vandamál sem getur haft veruleg áhrif á störf starfsfólks í greininni, sérstaklega hjá minni fiskvinnslum, og hefur úrræðið verið mikilvægt fyrir þessi fyrirtæki,“ segir í umsögninni sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skrifar.

„Þar sem ljóst er að verði úrræðið afnumið gæti þurft að grípa til annarra ráðstafana sem koma til muna verr niður á starfsfólki fiskvinnsla,“ segir í umsögninni. „Til dæmis gæti orðið nauðsynlegt að fella starfsfólk af launaskrá samkvæmt 3. gr. laga 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla.“

En í þeirri grein segir að atvinnurekanda sé ekki skylt að greiða laun á uppsagnarfresti falli niður atvinna, svo sem vegna hráefnisskorts eða ófyrirsjáanlegu áfalli eins og bruna eða skiptapa.

Eykur flækjustig fyrir starfsfólk

Þá segja SFS að greiðslurnar úr Atvinnuleysistryggingasjóði tengist kjarasamningsbundnum réttindum. Í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins sé kveðið á um kauptryggingu fyrir fiskvinnslufólk. Enda fái fiskvinnslustöðvar endurgreiðslur frá sjóðnum eins og lögin sem afnema á kveða á um.

„Samkvæmt kjarasamningi er vinnuveitandi skuldbundinn til að greiða starfsfólki föst laun fyrir dagvinnu í formi kauptryggingar, jafnvel þótt hráefnisskortur valdi vinnslustöðvun. Atvinnuleysistryggingasjóður endurgreiðir þá fyrirtækjunum vegna tímabundinna vinnslustöðvanna fyrir starfsfólk með kauptryggingu,“ segir í umsögn SFS. „Ef starfsfólk er fellt af launaskrá, sem leiða mun af þessari lagabreytingu, þá þarf það sjálft að leita til Vinnumálastofnunar. Slíkt eykur verulega á flækjustig og óhagræði aðila, þá sérstaklega fyrir starfsfólkið.“

Þá gagnrýna SFS einnig skort á samráði við hagaðila vegna þessarra fyrirhuguðu breytinga. SFS hafi á engum tímapunkti verið upplýst um breytinguna þrátt fyrir að þær snerti verulega hagsmuni í greininni. Þá hafi núverandi framkvæmd ekki sætt sérstakri gagnrýni áður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“