fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður og forsetaframbjóðandi er ekki hrifinn af hugmyndum um að byggður verði nýr flugvöllur í Hvassahrauni. Hann segir ljóst að hraun úr eldgosi geti náð inn á svæðið sem afmarkað hefur verið fyrir hugsanlegt flugvallarstæði en í skýrslu starfshóps um hina mögulegu flugvallarbyggingu er lögð áhersla á að eldgos útiloki ekki bygginguna.

Í samantekt um efni skýrslunnar á vef Stjórnarráðsins kemur að rannsóknir sýni að flugvallarsvæði í Hvassahrauni sé að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og líkur á gosupptökum á svæðinu taldar hverfandi. Svæðið sé ekki talið vera útsett fyrir hraunflæði lítilla gosa en eigi gos sér stað í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, næst svæðinu, bendi niðurstöður til þess að líklegt sé að hluti athugunarsvæðisins verði fyrir hrauni. Líkur á því minnki þó eftir því sem norðar kemur á svæðið. Ólíklegt sé að hraun renni yfir Reykjanesbrautina á þessu svæði en það sé þó ekki útilokað. Hverfandi líkur séu taldar á hraunflæði frá öðrum stöðum þar sem líklegt sé talið að gosop opnist.

Þetta er þó ekki nóg til að sannfæra Ara Trausta sem fjallar um málið í pistli á Facebook-síðu sinni:

„Ég er alls ekki sannfærður um gagnsemi flugvallar mitt í hraunbreiðum Reykjanesskagans og 5-10 kílómetra frá virku eldstöðvakerfi, þrátt fyrir enn eina skýrsluna – MIÐAÐ við annað sem er í boði hvað varðar varaflugvelli, Reykjavíkurflugvöll og jafnræði milli landsmanna – og vegna ÓVISSU um framvindu óróans á skaganum.“

Ari Trausti birtir síðan mynd sem sýnir kort af svæðinu og hvert hraun gæti runnið:

„Loftmynd af ungu Afstapahrauni (ljósgrátt) og afmörkun svæðis undir innanlandsflugvöll (blátt) og alþjóðaflugvöll (svart). Meðal- eða mikið hraunrennsli úr eldgosi í Trölladyngjukerfinu nær inn í báða rammana – allt eftir rúmmáli hrauns og goslengd.“

Mynd: Facebook-síða Ara Trausta Guðmundssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“