fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Splunkuný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins á mikilli siglingu – Píratar og VG úti í kuldanum

Eyjan
Mánudaginn 28. október 2024 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn og Flokkur fólksins eru á töluverðu flugi ef marka má skoðanakannanir nú þegar mánuður er til kosninga.

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem kynnt var í hádegisfréttum Bylgjunnar og fjallað er um á Vísi, er Samfylkingin enn sem fyrr stærsti flokkurinn og mælist fylgi hans 22,2%. Fylgi flokksins hefur dalað að undanförnu og var það um 27% um tíma í vor.

Viðreisn er orðinn næst stærsti flokkur landsins og er fylgi hans nú 16,2%. Í maí var fylgi Viðreisnar rétt rúmlega 9%. Miðflokkurinn kemur þar skammt á eftir en fylgi hans er 15,9% eftir að hafa farið hæst í 17,0% í septembermánuði.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt undir högg að sækja að undanförnu og mælist fylgi hans nú 13,9%. Hefur flokkurinn bætt örlítið við sig frá síðustu könnun þegar fylgið mældist  13,7%.

Flokkur fólksins mælist með 9,3% fylgi en í síðustu könnun Maskínu var fylgi hans 6,6%. Í könnun Prósents sem kynnt var á föstudag mældist Flokkur fólksins með 11,4% fylgi.

Framsóknarflokkurinn mælist svo með 6,9% fylgi en fleiri flokkar en ofantaldir myndu ekki koma manni á þing ef niðurstöður kosninganna væru í samræmi við könnun Maskínu.

Píratar mælast með 4,5% fylgi, Sósíalistaflokkurinn 4,0% og VG með 3,8% fylgi. Lýðræðisflokkurinn er svo með 1,6% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf