fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hannes Hólmsteinn meðal þeirra 400 merkustu – „Þetta kom mér al­ger­lega á óvart“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 08:01

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur verið valinn einn af 400 merkustu félögum sögunnar í Pembroke College í Oxford.

Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en tilefni valsins er 400 ára afmæli Pembroke College sem var stofnaður árið 1624.

Óhætt er að segja að Hannes sé í góðum félagsskap á listanum því þar er einnig að finna rithöfundinn J.R.R. Tolkien, höfund Hringadróttinssögu, bandaríska öldungadeildarþingmanninn J. William Fulbright, breska stjórnmálamanninn Michael Heseltine lávarð og samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna, Pete Buttigieg.

Hannes ræðir þetta í samtali við Morgunblaðið þar sem hann segir meðal annars:

„Þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég fékk tilkynningu frá Pembroke um þetta. En ég á ekki nema góðar minningar frá Oxford, þar sem ég var árin 1981 – 1985,“ segir hann meðal annars.

„Þar var spurt hvaða rök­semd­ir og gögn menn gátu lagt fram en ekki hverra manna þeir væru eða í hvaða klíku. Á mín­um náms­ár­um í Oxford var þetta kyrr­lát­ur griðastaður fyr­ir grúsk og rann­sókn­ir, fjarri skarkala heims­ins, en samt í góðum tengsl­um við hann, enda ekki nema klukku­tíma ferð í lest til Lund­úna.“

Í umfjöllun Morgunblaðsins er vísað í umsögn um Hannes á heimasíðu Pembroke College og er þess getið að hann hafi verið R.G. Collingwood Scholar á Pembroke og tvö ár og stofnað Hayek Society í Oxford. Þá sé hann kunnur álitsgjafi og málsvari hins frjálsa markaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala