fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Bubbi ekki sáttur: „Að Inga Sæland hendi honum út er óskiljanlegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki sáttur við þá ákvörðun forsvarsmanna Flokks fólksins að skipta Jakobi Frímanni Magnússyni þingmanni út fyrir komandi þingkosningar.

Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að Jakob, sem var oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, yrði ekki áfram oddviti. Frekari breytingar eru fyrirhugaðar í Flokki fólksins því Tómas Tómasson, oft kenndur við Búlluna, verður ekki heldur oddviti í Reykjavík og mun Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, taka sæti hans.

Bubbi er ekki sáttur við það að missa Jakob Frímann eins og hann lýsir á Facebook-síðu sinni.

„Jakob Frímann Magnússon Hefur verið einn ötulasti talsmaður íslenskrar tónlistar sem og íslenskra tónlistarmanna hér á landi. Bakvið tjöldin hefur enginn þingmaður í gegnum árin unnið jafn kröftuglega í þágu okkar flytjanda og hann. Hann hefur unnið gott starf fyrir Flokk fólksins undanfarin ár. Að Inga Sæland hendi honum út er óskiljanlegt og tel ég það mikil mistök.“

Fleiri eru á því að Inga Sæland sé að gera mistök. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er í þeim hópi.

„Alltaf sérstakt að verða vitni að kjánalegum mistökum í pólitík. Það er ljóst að með þessu er öruggt að Flokkur fólksins nær ekki manni á þing fyrir Norðaustur. Jakob Frímann er í senn öflugur og óhefðbundinn stjórnmálamaður.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla