fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Líkir Sjálfstæðisflokknum við götóttan og úr sér genginn sokk

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2024 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, segir að vandinn sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir þessi misserin sé mikill.

Í færslu í Facebook-hópi Sósíalista segir hann að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sé nú að horfa fram á annan stóra klofninginn úr flokknum á hans. Nefnir hann brotthvarf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur yfir í Viðreisn á sínum tíma og nú Sigríðar Andersen yfir í Miðflokkinn sem opni um leið á aðrir gætu farið sömu leið.

Sjá einnig: Telur að Sjálfstæðisflokkurinn sé í vanda eftir helgina – Flokkurinn skammaður fyrir að hafa „brugðist“ hægri mönnum

„Síðan er hægt að benda á Flokk fólksins sem klofning úr Sjálfstæðisflokknum, en Sjálfstæðisflokksmenn komu að stofnun hans og Sjálfstæðisflokksfólk hefur boðið sig fram fyrir þann flokk,“ segir Gunnar Smári og bætir við að við þetta hafi Sjálfstæðisflokkurinn minnkað og vaxtarsvæði hans til annarra átta séu varin af öðrum flokkum.

 „Og hægri beygja Samfylkingarinnar hefur líka girt fyrir vöxt flokksins. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á frjálslyndi er Viðreisn að mæta. Ef hann vill segjast vera gamli góði Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben eldri, kristilegur demókrataflokkur, þá er hægri krötum í Samfylkingunni að mæta. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill vera afturhald þá er Miðflokknum að mæta. Ef hann vill vera Sjálfstæðisflokkur Ólafs Thors, segja sig málsvara hinna veikar settu, er Flokki fólksins að mæta. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn velur eitt af þessu þá munu hinir flokkarnir geta sótt á hann. Og ef hann velur allt af þessu þá er flokkurinn svo óskiljanlegur að hann mun halda áfram að skreppa saman.“

Gunnar Smári er þeirrar skoðunar að vandi Sjálfstæðisflokksins í dag sé að hann getur ekki verið það sem gerði hann stóran, tjaldborg ólíkra hópa.

„Og ef hann getur ekki verið tjaldborg verður hann að ákveða hvað hann er. Nú er staðan hins vegar orðin sú að allir hópar hafa í raun þegar valkost sem er betri en Sjálfstæðisflokkurinn. Eftir stendur bara stjórnmálaarmur SA og Viðskiptaráðs, senditík sem gagnaðist hinum allra ríkustu vel meðan flokkurinn var stór. Hin ríku munu átta sig á stöðunni og sjá að þau þurfi að tryggja vel yfirráð sín yfir Miðflokki, Viðreisn, Flokki fólksins og Samfylkingunni (og Framsókn, auðvitað) og þegar því er lokið er spurning hvaða gagn er af Sjálfstæðisflokknum. Hvað gerir maður við götóttan sokk sem maður hefur gengið út?”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð