fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

FA mótmæla kílómetragjaldi á vörubíla – Hækkar vöruverð og verðbólgu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. október 2024 19:30

Ólafur er ekki par hrifinn af frumvarpsdrögum Sigurðar Inga fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag Atvinnurekenda, FA, mótmælir fyrirhuguðu frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra um að setja kílómetragjald á öll farartæki. Þetta muni hækka rekstrarkostnað vörubíla og þar með hækka vöruverð og verðbólgu.

Drög að frumvarpinu birtust í Samráðsgátt stjórnvalda þann 15. október. En með frumvarpinu á gjaldtaka samkvæmt nýju tekjuöflunarkerfi að hefjast strax um áramót. Kílómetragjaldið á að leysa bensíngjaldið af hólmi.

„Kílómetragjaldið mun taka mið af þyngd ökutækja og þar með af vegsliti sem þau valda. Með því verður gjaldtaka af ökutækjum í betra samræmi við áhrif þeirra á viðhaldskostnað vegakerfisins,“ segir í kynningu frumvarpsdraganna.

Vinnur gegn markmiðum fjárlaga

Í umsögn sinni frá 18. október gagnrýnir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, þessi áform og þann skamma fyrirvara sem stjórnvöld gefa. Um sé að ræða mikilvæga hagsmuni félagsmanna FA og ekki síður neytenda í landinu.

„FA lýsir fullum skilningi á því að stjórnvöld vilji skjóta sterkari stoðum undir fjármögnun samgönguinnviða með því að færa gjaldtöku af ökutækjum úr eldsneytissköttum yfir í gjöld sem taka mið af akstri ökutækja og sliti á vegakerfinu. FA fær hins vegar ekki betur séð en að ákvæði frumvarpsdraga þessara vinni gegn a.m.k. tveimur markmiðum stjórnvalda,“ segir í umsögninni. „Annars vegar er þar um að ræða það meginmarkmið fjárlagafrumvarpsins að draga úr verðbólgu. Hins vegar eru það markmið stjórnvalda, sem m.a. koma fram í drögum að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, um að hraða orkuskiptum í vöruflutningum.“

Lítill hvati til orkuskipta

Nærri 200 umsagnir hafa borist um frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni, langflest neikvæð. Meðal annars hafa borist margar umsagnir frá óánægðu mótorhjólafólki.

FA benda á að verulegur árangur hafi náðst í orkuskiptum í samgöngum á undanförnum árum þegar kemur að smærri bifreiðum. Annað gildi um stærri vöruflutningabifreiðar, enda kosti rafmagnsvörubíll um 2,5 sinnum meira en hefðbundinn dísilvörubíll. Þá séu hleðsluinnviðir dýrir fyrir vörubíla.

„Sá hvati sem fyrirtækin hafa til að skipta yfir í rafmagnsbíla hefur fyrst og fremst verið lægri rekstrarkostnaður. Með þeirri breytingu, sem er lögð til í þessum frumvarpsdrögum, er dregið mjög verulega úr þeim hvata,“ segir í umsögninni.

Skakkir útreikningar ráðuneytisins

Þá telur FA að mat á áhrifum frumvarpsdraganna einkar ófullkomið þegar komi að áhrifum á rekstrarkostnað stærri ökutækja, líkt og vörubifreiðar. Nefnt sé eitt dæmi af dísilbíl þar sem kerfisbreytingin valdi rúmlega 3 prósenta hækkun samanlagðrar gjaldtöku á milli áranna 2024 og 2025.

„Þetta passar engan veginn við útreikninga félagsmanna í FA, sem hafa t.d. reiknað út, að gefnum forsendum í frumvarpsdrögunum, að kostnaðaraukinn við rekstur vörubíls með tengivagn, sem ekið er 110.000 km á ári, verði um 13%,“ segir í umsögninni. „Í einhverjum tilvikum hafa enn hærri tölur komið út úr dæmum, sem byggjast á raunverulegum stærðum úr rekstri fyrirtækjanna.“

Hækkanir sem þessar hafa bein áhrif á flutningskostnað sem vegi þungt í vöruverði á Íslandi. Hækkanir flutningskostnaðar vinni beint gegn markmiðum fjárlagafrumvarpsins um hjöðnun verðbólgu.

„FA hvetur eindregið til þess að breytingar verði gerðar á ákvæðum frumvarpsdraganna sem tryggi að rekstrarkostnaður vöruflutningabifreiða hækki ekki, þannig að hækkandi flutningskostnaður skapi ekki óþarfan þrýsting á vöruverð,“ segir Ólafur í umsögninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“