fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Diddy sakaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku í slagtogi við frægan karl og konu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. október 2024 22:30

Diddy er sakaður um viðurstyggilega glæpi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Combs, betur þekktur sem Diddy, er sakaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku í slagtogi við tvo frægra einstaklinga. Fórnarlambið, sem er 37 ára í dag, kærði Diddy á sunnudag.

Deadline greindi frá málinu.

Konan lagði fram kæru gegn Diddy í dómshúsi í New York. Að hennar sögn átti nauðgunin sér stað þann 7. september árið 2000, í eftirpartíi MTV tónlistarverðlaunanna.

Stúlkan hafði farið inn í tómt svefnherbergi til að leggja sig þar sem hún hefði orðið ringluð eftir drykk sem hún drakk í partíinu. Þá hafi Diddy komið inn í herbergið ásamt frægum karli og frægri konu.

Diddy hafi nálgast stúlkuna með brjálað augnaráð, gripið um hana og sagt að hún væri reiðubúin til að vera í teiti, „You are ready to party!“

Diddy hafi svo fleygt stúlkunni til fræga karlsins, sem hafi byrjað að reita af henni spjarirnar. Sá maður hafi haldið henni niðri á meðan hann nauðgaði henni en Diddy og fræga konan staðið hjá og horft á. Eftir það hafi Diddy sjálfur nauðgað stúlkunni á meðan hin frægu horfðu á.

Þá sagði fórnarlambið að Diddy hafi reynt að neyða hana til þess að veita sér munnmök en hún slegið hann í hálsinn þannig að hann hætti. Þá hafi hún komist út úr herberginu og faðir hennar sótt hana í partíið.

Konan sagði að þetta hefði haft mikil áhrif á líf hennar. Hún hafi meðal annars barist við þunglyndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns