fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

„Útvaldir karlar guðs sitja í jakkafötum og semja leikreglur fyrir spilið þar sem spilað er með alvöru fólk“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. október 2024 20:30

Malín Brand segist hafa alist upp innan gluggalausra veggja safnaðarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malín Brand, sem er alin upp í trúfélaginu Vottum jehóva, segir framfaraskref að dönsk yfirvöld hafi söfnuðinn nú til skoðunar. Meðal annars reglur safnaðarins varðandi kynferðislega misnotkun.

„Þetta er framfaraskref mikið og gott. Morten Dahlin, kirkjumálaráðherra Danmerkur, fylgir fjölmiðlaumfjöllun eftir og stendur nú til þar í landi að rýna í „innri löggjöf“ Votta Jehóva um hvernig taka eigi á barnaníðsmálum innan safnaðarins,“ segir Malín.

Vísar hún til frétta frá Danmörku um að Dahlin hafi fyrirskipað rannsókn á trúfélagi Votta jehóva þar í landi eftir umfjöllun Ekstrabladet um handbók öldungaráðs safnaðarins. Eins og segir í frétt mbl.is um málið snýst það einkum um 14. kafla handbókarinnar um hvernig eigi að bregðast við kynferðislegri misnotkun, einkum 18. tölulið þar sem segir að öldungaráð skuli skipa tveggja manna rannsóknarnefnd í kjölfar ásakana um barnaníð.

Skildi ekki hvers vegna níðingar voru frjálsir

„Ég ólst upp innan digurra og gluggalausra veggja þessa safnaðar og síðan ég komst þaðan út hef ég ekki látið hjá líða að tjá mig þegar kemur að umfjöllun um kynferðisbrotamál innan safnaða Votta Jehóva. Enda veit ég nógu mikið um málin til að hafa eitthvað um þau að segja,“ segir Malín.

Hún hafi margoft þurft að hlusta á romsur um að lög og reglur Jehóva væru æðri lögum mannanna og þeim bæri að fylgja framar landslögum. Hún hafi barist við að skilja hvers vegna það væri í lagi að barnaníðingar væru frjálsir ferða sinna, jafn vel innan um börnin sem þeir hefðu misnotað. Hvers vegna slíkir menn væru ekki í fangelsi.

Sjá einnig:

Malín Brand:Alin upp í Vottum Jehóva – Lögð í einelti alla barnæskuna

„Nei, það væri óþarfi því búið væri að gera upp málin við Jehóva eftir ráðleggingum hins trúa og hyggna þjóns (en það er ráð öldunga erlendis sem kokkar upp leikreglurnar sem komnar eru beint frá guði. Afsakið, Jehóva. Hann hefur jú nafn),“ segir Malín. „Já, þá var nú búið að ganga frá öllum lausum endum og málið afgreitt gagnvart Jehóva. En hvað með þolandann?“ spyr hún.

Þolandinn hafi orðið að vera sterkur í trúnni og treysta því sem skaparinn hafi látið okkur í té fyrir milligöngu hins trúa og hygga þjóns, í stað þess að reiða sig á hyggjuvitið. Nú hafi reynt á þolgæði og staðfestu allra í trúnni.

Útvaldir karlar í jakkafötum

„Út um allan heim er fólk sem hefur átt dálítið bágt með þetta. Þ.e. að láta afgreiðslu kynferðisbrotamála alfarið í hendurnar á sjálfum skaparanum,“ segir Malín að lokum. „Þessir þolendur eru fólk sem hefur brotnað niður, misst fjölskyldu og vini (í söfnuðinum vegna útillokunar), leiðst út í neyslu eða jafnvel tekið eigið líf. Þau voru ekki nógu STERK í trúnni. Þau treystu söfnuðinum ekki, treystu ekki ráðleggingum guðs sem bárust frá skrifstofunni í útlöndum þar sem útvaldir karlar guðs sitja í jakkafötum og semja leikreglur fyrir spilið þar sem spilað er með alvöru fólk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns