fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Kristján Þórður vill 2. sætið í Reykjavík fyrir Samfylkingu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. október 2024 14:41

Kristján Þórður Snæbjarnarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sækist eftir 2. sætinu á framboðslista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

„Í störfum mínum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og sem forseti Alþýðusambands Íslands hef ég barist fyrir betra samfélagi og gætt að hagsmunum launafólks. Nú býð ég fram krafta mína til að vinna að hag lands og þjóðar á Alþingi,“ segir Kristján Þórður í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Segir Kristján Þórður að Samfylkingin bjóði trausta forystu og nýtt upphaf fyrir landið. Flokkurinn hafi styrkt sambandið við verkalýðshreyfinguna, farið aftur í kjarnann og virkjað tengslin við hinn almenna launamann.

„Ég hef hrifist af þessum áherslum og vil leggja mitt af mörkum. Enda hefur verið skýrt ákall eftir fulltrúum launafólks á Alþingi til að tryggja að uppbygging samfélagsins taki mið af hagsmunum almennings frekar en sterkum sérhagsmunum,“ segir Kristján Þórður.

Kristján Þórður segist ungur hafa hafið þátttöku í kjarabaráttu og verið virkur í henni í 20 ár. Fyrst sem trúnaðarmaður á vinnustað, svo sem formaður verkalýðsfélags, formaður landssambands og um tíma sem forseti ASÍ.

„Sem iðnaðarmaður þekki ég vel til í ýmsum málaflokkum sem brenna á samfélaginu um þessar mundir og ég hef skýra sýn á það hvert við þurfum að sækja í húsnæðismálum, menntamálum og orku- og samgöngumálum svo dæmi séu nefnd,“ segir Kristján Þórður. „Næstu vikur verða mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Verkefnin eru ærin og ég hlakka til þess sem koma skal. Fái ég brautargengi á lista Samfylkingarinnar þá hyggst ég taka leyfi frá störfum sem formaður RSÍ meðan á kosningabaráttunni stendur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla