fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Kristján Þórður vill 2. sætið í Reykjavík fyrir Samfylkingu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. október 2024 14:41

Kristján Þórður Snæbjarnarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sækist eftir 2. sætinu á framboðslista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

„Í störfum mínum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og sem forseti Alþýðusambands Íslands hef ég barist fyrir betra samfélagi og gætt að hagsmunum launafólks. Nú býð ég fram krafta mína til að vinna að hag lands og þjóðar á Alþingi,“ segir Kristján Þórður í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Segir Kristján Þórður að Samfylkingin bjóði trausta forystu og nýtt upphaf fyrir landið. Flokkurinn hafi styrkt sambandið við verkalýðshreyfinguna, farið aftur í kjarnann og virkjað tengslin við hinn almenna launamann.

„Ég hef hrifist af þessum áherslum og vil leggja mitt af mörkum. Enda hefur verið skýrt ákall eftir fulltrúum launafólks á Alþingi til að tryggja að uppbygging samfélagsins taki mið af hagsmunum almennings frekar en sterkum sérhagsmunum,“ segir Kristján Þórður.

Kristján Þórður segist ungur hafa hafið þátttöku í kjarabaráttu og verið virkur í henni í 20 ár. Fyrst sem trúnaðarmaður á vinnustað, svo sem formaður verkalýðsfélags, formaður landssambands og um tíma sem forseti ASÍ.

„Sem iðnaðarmaður þekki ég vel til í ýmsum málaflokkum sem brenna á samfélaginu um þessar mundir og ég hef skýra sýn á það hvert við þurfum að sækja í húsnæðismálum, menntamálum og orku- og samgöngumálum svo dæmi séu nefnd,“ segir Kristján Þórður. „Næstu vikur verða mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Verkefnin eru ærin og ég hlakka til þess sem koma skal. Fái ég brautargengi á lista Samfylkingarinnar þá hyggst ég taka leyfi frá störfum sem formaður RSÍ meðan á kosningabaráttunni stendur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“