Þann 14. október síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál gegn manni sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir nauðgun.
Ákært er vegna atviks sem átti sér stað 12. febrúar 2023 en maðurinn er sagður hafa á heimili sínu, án samþykkis og með ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. „…en ákærði setti hönd A endurtekið á lim sinn, stakk fingrum í leggöng hennar og hafði við hana samræði en A reyndi með orðum og athöfnum að fá ákærða til að láta af háttseminni,“ segir í ákærunni.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Konan krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur.