fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Landsréttur sneri við dómi yfir manni sem var ákærður fyrir rangar sakargiftir gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2024 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við dómi yfir manni sem í héraðsdómi síðasta sumar var sakfelldur fyrir rangar sakargiftir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður.

Var maðurinn sakaður um að hafa veitt rangan framburð hjá yfirvöldum í því skyni að konan yrði að ósekju sökuð um refsiverðan verknað. Hafi hann að tilefnislausu sakað hana um þjófnað, fjársvik og skjalafals.

Ákæran var í tveimur liðum og var maðurinn annars vegar sakaður um rangan framburð hjá lögreglstjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi hann ranglega sakað konuna um að hafa stolið farsíma og greitt fyrir vörur á sölusíðu með greiðslukorti hans. Leiddi þessi framburður til lögreglurannsóknar og var tekin skýrsla af konunni sem hafði réttarstöðu sakbornings. Einnig kærði hann hana fyrir þjófnað á farsíma frá sér.

Hins vegar var maðurinn sakaður um rangan framburð hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Sakaði hann konuna um að hafa falsað greinargerðir frá systur sinni og barnsföður er vörðuðu umgengni mannsins og sambýliskonunnar fyrrverandi við sameiginlegt barn þeirra. Í greinargerðunum væru að finna ýmis gífuryrði um hann sem sambýliskonan fyrrverandi hefði skrifað og síðan falsað undirskriftir þessara tveggja aðila sem áttu að vera að að gefa umsagnirnar. Krafðist maðurinn lögreglurannsóknar á konunni.

Ásakanir mannsins reyndust rangar og var hann sakfelldur fyrir rangar sakargiftir gegn konunni við Héraðsdóm Reykjanes í fyrra. Dómurinn var fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og 250 þúsund króna miskabætur til konunnar.

Landsréttur segir lögreglukærur mannsins ekki saknæmar

Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms yfir manninum. Telur Landsréttur ósannað að maðurinn hafi afsetningi borið konuna röngum sökum þegar hann kærði hana til lögreglu. Var hann því sýknaður af öllum kröfum í Landsrétti.

Dómana má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“