fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

„Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að stíga inn í stjórnmálin á ný“

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, gefur kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Hún greinir frá þessari ákvörðun sinni á Facebook.

Valgerður sat á þingi árin 2013-2017 og hafði áður verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum, meðal annars sem forseti bæjarstjórnar Húsavíkur.

„Ágætu vinir og félagar

Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að stíga inn í stjórnmálin á ný.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.

Ég óska einlæglega eftir stuðningi ykkar, kæru vinir, til þess.“

Valgerður segist tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla og berjast fyrir bættum innviðum í kjördæmi sínu, atvinnulífi, menntamöguleikum og ekki síst lífsgæðum eldra fólks.

„Verkefnin sem fram undan eru, eru að ná tökum á verðbólgunni og því háa vaxtastigi sem við höfum mátt að lifa við síðustu misseri. Sækja þarf fram í uppbyggingu innviða, samgöngu-, raforku- og fjarskiptakerfum og tryggja þannig undirstöðu fyrir aukna verðmætasköpun.“

Valgerður segir að tveggja áratuga reynsla hennar sem skólameistari og þátttakandi í stjórnmálum hafi hún skýra sýn á hvernig hægt sé að styrkja menntakerfið, þá einkum iðn- og verknám. Ein hvernig hægt sé að skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk í heimabyggð.

„Norðausturkjördæmi þarf öfluga fulltrúa sem þekkja svæðið vel og eru tilbúnir í þau verk sem þarf að vinna og hugsa í framtíðarlausnum,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“