fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Innköllun á leikföngum vegna krabbameinsvaldandi efna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tilkynnt um allsherjar innköllun á leikföngum frá RUBBABU þar sem við prófun á vörunum kom í ljós að þau innihalda efni sem geta verið krabbameinsvaldandi. Tilkynningin fer hér á eftir í heild sinni:

Innköllun á leikföngum frá RUBBABU.

Allsherjar innköllun stendur nú yfir á RUBBABU leikföngum sem eru úr mjúku gúmmíi með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Innflutningsaðili varanna er Nordic Games og flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið, en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt ehf., Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga.

Í hverju felst hættan?

Við prófanir eftirlitsaðila kom í ljós að leikföngin innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA,NDEA) sem geta verið krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð. Hægt er að sjá nánar um tilkynninguna á vefsíðu EU – Safety Gate.

Hvað á viðskiptavinur að gera?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað. Viðskiptavinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á margtogmikid@margtogmikid.is eða í
síma 565-4444.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala