fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fyrrverandi gítarleikari Ozzy Osbourne skotinn þrisvar á göngu með hundinn

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. október 2024 19:30

Ozzy og Jake E. Lee árið 1986. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jake E. Lee, fyrrverandi gítarleikari hljómsveitar Ozzy Osbourne, var skotinn þrisvar sinnum þegar hann var úti að ganga með hundinn. Búist er við því að Lee nái fullum bata.

Gítarleikarinn Jake E. Lee, sem er 67 ára gamall, er þekktastur fyrir að hafa leikið með Ozzy Osbourne árin 1982 til 1987. Hann hefur einnig leikið á gítar með hljómsveitum á borð við Enuff Z´Nuff og Badlands en einnig sem sóló tónlistarmaður.

Framhjá mikilvægustu líffærunum

Lee var á gangi í heimaborg sinni Las Vegas um klukkan 2:40 aðfaranótt þriðjudags, 15. október, þegar hann varð fyrir árásinni. Fékk hann í sig þrjú skot, eitt í bringuna, eitt í handlegginn og eitt í fótinn.

Lee slapp merkilega vel og er með meðvitund. Mynd/Getty

Betur fór en á horfðist og kúlurnar fóru fram hjá öllum mikilvægustu líffærunum. Var Lee fluttur á spítala með fullri meðvitund. Að sögn bandarískra miðla er búist við því að hann nái fullum bata.

Handahófskennd árás

Lögreglurannsókn stendur yfir en enginn hefur verið handtekinn á þessari stundu. Talið er að skotárásin hafi verið algjörlega handahófskennd.

„Lögregla rannsakar nú atvikið og engar frekari upplýsingar verða veittar á þessari stundu. Lee og fjölskylda hans kunna að meta það að einkalíf þeirra sé virt á þessum tímapunkti,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.

Ozzy í losti

Ozzy Osbourne hefur lýst því yfir að hann sé í losti vegna fréttanna af árásinni á Lee.

„Ég hef ekki séð Jake E. Lee í 37 ár en ég er samt í losti yfir að hafa heyrt hvað kom fyrir hann í dag,“ sagði Ozzy í gær. „Þetta er enn ein fáránlega byssuárásin. Ég sendi hlýjar hugsanir til hans og fallegu dóttur hans Jade. Ég vona að það verði allt í lagi með hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu