fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Birgir og Bjarni á svörtum lista: „Personae non gratae“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 07:49

Birgir Þórarinsson og Bjarni Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Bjarni Jónsson eru á svörtum lista í Aserbaídsjan og geta af þeim sökum ekki sótt loftslagsráðstefnuna í Bakú sem fram fer 11. til 22. nóvember næstkomandi.

Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag.

Þingmennirnir íslensku eru ekki þeir einu á umræddum lista því þar eru einnig 74 þingmenn Evrópuráðsþingsins undir yfirskriftinni „personae non gradae“

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að listinn eigi rætur sínar að rekja til ákvörðunar Evrópuráðsins í janúar síðastliðnum að staðfesta ekki kjörbréf sendinefndar Aserbaídsjan vegna mannréttindabrota og skorts á lýðræði í landinu. Var Aserum þar með bannað sækja fundi Evrópuráðsins.

Birgir er ómyrkur í máli í samtali við Morgunblaðið og segir fáheyrt að þingmenn á íslandi séu lýstir „personae non gratae“ af öðru ríki. Hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland taki ekki þátt í ráðstefnunni í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34