fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Björn segir að hið hörmulega banaslys kalli á aðgerðir strax

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sem fyrr­ver­andi slökkviliðs- og sjúkra­flutn­ingamaður veit ég vel hversu mik­il­vægt hvert augnablik er þegar neyðar­til­vik kem­ur upp,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni gerir Björn að umtalsefni hræðilegt banaslys sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar í lok september þegar ung kona í blóma lífsins lést eftir að ekið var á hana. Björn vottar fjölskyldu og ástvinum hennar sína dýpstu samúð og segir að slík slys minni okkur á mikilvægi öryggis í umferðinni og hvernig fulltrúar borgarinnar bera ábyrgð á að tryggja það.

Verðum að gera eitthvað

„Áhyggju­full­ir íbú­ar, for­eldr­ar og aðrir veg­far­end­ur hafa reynt að vekja at­hygli borg­ar­yf­ir­valda á mál­inu sl. tvö ár án viðbragða. Haft var eft­ir íbúa á svæðinu fyr­ir tveim­ur árum í frétt­um Stöðvar tvö að minnstu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á hann sjálf­an, konu hans og börn. Nú verðum við sem borg­ar­stjórn hins veg­ar að grípa til aðgerða,“ segir Björn í grein sinni.

Björn segir að þrátt fyrir að mannslíf verði aldrei metin til fjár sé mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim kostnaði sem fylgir slíkum slysum – ekki bara fjárhagslegum heldur samfélagslegum.

„Hvert bana­slys kostaði sam­fé­lagið skv. heil­brigðisráðuneyt­inu um 660 millj­ón­ir króna á verðlagi árs­ins 2014, eða einn millj­arð króna á verðlagi dags­ins í dag. Þá er ótalið það til­finn­ingajón sem hlýst við þann sára missi sem fjöl­skyld­ur fórn­ar­lamba um­ferðarslysa verða fyr­ir,“ segir hann.

Skýr tillaga sem myndi bæta öryggi

Björn segir að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggi til að farið verði í neyðaraðgerðir án tafar í samráði við Vegagerðina, til að auka umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.

„Til­lag­an er skýr, en í henni felst meðal ann­ars að komið verði fyr­ir sér­stakri snjall­gang­braut, þar sem LED-ljós lýsa upp gang­andi veg­far­end­ur þegar þeir ganga yfir göt­una, en íbú­ar hafa kvartað lengi yfir lýs­ingu á svæðinu. Jafn­framt er lagt til að snjall­væða um­ferðarljós­in á þess­um gatna­mót­um, en snjall­stýrð um­ferðarljós geta bjargað manns­líf­um. Nú­ver­andi ljós­um er stýrt með klukku þrátt fyr­ir að borg­ar­yf­ir­völd hafi haldið öðru fram, en græna ljósið var­ir aðeins í 15 sek­únd­ur. Það sýn­ir okk­ur – svo ekki verður um villst – að ljós­un­um er klukku­stýrt í stað þess að vera snjall­stýrt. Ef ljós­un­um væri raun­veru­lega snjall­stýrt myndu ljós­in skynja veg­far­end­ur á gangi yfir göt­una og halda ljós­inu grænu þar til veg­far­end­ur væru komn­ir leiðar sinn­ar yfir göt­una.“

Banaslysið á Sæbraut: Kjartan vildi auka öryggi gangandi vegfarenda en tillagan var felld

Björn segir að snjallstýrð umferðarljós bjóði upp á tæknilausnir sem bæði greiða fyrir umferð og auka öryggi. Þannig geti nýj­ustu kerf­in greint um­ferð gang­andi, hjólandi og ak­andi veg­far­enda og tryggt betra um­ferðarflæði. „Þetta er ekki bara tækninýj­ung sem ein­fald­ar okk­ur lífið, held­ur get­ur hún bjargað manns­líf­um þegar vá ber að garði,“ segir hann.

Björn starfaði áður sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og segir hann að nýjustu útfærslur snjallstýrðra umferðarljósa geti skipt sköpum í neyðartilvikum, þar sem græn bylgja á umferðarljósum getur hraðað för viðbragðsaðila og minnkað slysahættu.

Borgin vilji hægja á umferð fólksbíla

Björn veltir fyrir sér hvers vegna Reykja­vík­ur­borg hefur dregið lapp­irn­ar í þess­um efn­um.

„Jú, borg­ar­yf­ir­völd hafa beitt sér gegn snjall­væðingu um­ferðarljósa, þar sem hún greiðir ekki aðeins fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­um held­ur einnig fyr­ir um­ferð annarra öku­tækja. Þetta stríðir gegn stefnu borg­ar­inn­ar, sem virðist leggja meiri áherslu á að hægja á um­ferð fólks­bíla en að bæta um­ferðina í heild,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir augljósa kosti snjallvæðingar hafi borgaryfirvöld verið treg til að innleiða þessa nýjustu tækni.

„Í staðinn fyr­ir að nýta sér þá mögu­leika sem snjall­stýr­ing býður upp á er haldið fast í úr­elt­ar lausn­ir eins og klukku­stýrð ljós sem eiga lítið er­indi við nú­tím­ann. Að hafna snjall­stýr­ingu í um­ferðarljós­um er ekki ósvipað því að neita að skipta út gas­ljósastaur­um fyr­ir raf­magns­ljós, eins og á fyrri tím­um. Það er ljóst að taf­ir á inn­leiðingu snjall­væðing­ar hafa kostað okk­ur dýr­mæt­an tíma og jafn­vel manns­líf. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa ít­rekað bar­ist fyr­ir því að snjall­ljós­a­stýr­ing verði for­gangs­mál, og við þurf­um að ganga lengra í því að koma þess­um kerf­um í notk­un strax. Tím­inn til aðgerða er núna. Við get­um ekki frestað þessu leng­ur,“ segir Björn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“