fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Sönnu brugðið þegar hún opnaði X – Þetta hefur hún ekki verið kölluð áður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 08:41

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fagnaði því innilega þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti að hann hefði ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

Margir búast við því að Sanna verði í leiðtogahlutverki hjá Sósíalistum í komandi kosningum en sjálf hefur hún gefið það út að hún ætli í framboð.

Sanna sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hún hafi ákveðið að kíkja inn á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, eftir langa fjarveru en þar hafi beðið hennar miður skemmtileg skilaboð.

„Þetta er það sem blasti við mér. Held ég hafi aldrei verið kölluð surtur áður, það er nýtt,“ sagði hún um skilaboðin sem blöstu við frá Pétri Yngva Leóssyni.

Sanna hefur þótt standa sig vel í störfum sínum sem borgarfulltrúi og til marks um það má nefna könnun Maskínu í ágúst síðastliðnum. Niðurstöður hennar voru þær að Sanna hefur staðið sig best allra borgarfulltrúa á kjörtímabilinu.

Færsla Sönnu í gærkvöldi vakti talsverða athygli en einnig reiði margra.

„Sumt fólk er hreinlega sorglegt í nöturleika sínum og hatri,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Almáttugur, mikið getur fólk verði bilað og ljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð