fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2024 21:30

Aftakan náðist á öryggismyndavél

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn júlímorgun í sumar lagði athafnamaðurinn Panagiotis Stathis BMW-bifreið sinni fyrir utan skrifstofu sína í Psychiko-hverfi Aþenuborgar. Skyndilega kom ókunnugur maður, íklæddur hjálmi og svörtum jakka, á vespu upp að bifreiðinni, dró upp byssu og skaut Stathis fjölmörgum skotum í gegnum bílrúðuna. Til að tryggja að ætlunarverkinu væri lokað endurhlóð maðurinn byssu sína og tæmdi síðan aftur skothylkið í líkama Stathis. Athafnamaðurinn 54 ára gamli féll lífvana fram á stýri bílsins en talið er að hann hafi látist samstundis.

Morðinginn setti síðan byssuna rólegur í jakkavasa sinn og keyrði í rólegheitum í burtu. Aftakan náðist á upptöku öryggismyndavélar sem nýlega var opinberað.

Panagiotis Stathis

Upphaflega var talið að morðið tengist undirheimaátökum í Aþenu en nú hefur komið í ljós að þau eru talin tengjast deilum um fasteignir á paradísareyjunni Mykonos, leikvangi hinna frægu og ríku. Þar er byggingarland af skornum skammti og því gríðarleg verðmæti sem felast í

Stathis sem var útsmoginn viðskiptamaður hafði tryggt sér verðmætan byggingarreit og skotið þar öðrum vafasömum mönnum ref fyrir rass.

Talið er að aðilar með tengsl við grísku mafíuna hafi fyrirskipað aftökuna á Stathis og sett hafi verið 100 þúsund evra verðlaunagjald honum til höfuðs.

Morðið hefur vakið upp umtal um ítök mafíunnar í Mykonos þar sem fasteignaeigendur og rekstraraðilar geta búist við því að þurfa að borgar verndargjöld til mafíunnar og opinberir starfsmenn þurfa sumir hverjir að þola hótanir og áreiti frá misyndismönnum sem vilja þrýsta leyfisbeiðnum í gegnum stjórnkerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi