fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Safna undirskriftum gegn afnámi persónuafsláttar í útlöndum – „Verulega ljót aðför að öryrkjum og lífeyrisþegum hjá ríkisstjórninni“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 19:00

Lífeyrisþegar búsettir í útlöndum munu fá minna í vasann eftir breytinguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirskriftasöfnun er hafin gegn afnám persónuafsláttar þeirra sem búsettir eru erlendis. Útborganir munu rýrast um allt að 30 prósentum.

Í desember árið 2023 samþykkti Alþingi lög um afnám persónuafsláttar lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Gildistöku þeirra laga var frestað um eitt ár og á breytingin að taka gildi 1. janúar árið 2025.

Þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp um að persónuafslátturinn haldist. Það er frumvarp um breytingu á lögum um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl., nr. 102/2023, sem Inga Sæland formaður er fyrsti flutningsmaður að.

Ráðist á þá em hafa minnst

Undirskriftalistinn fór í loftið á þriðjudag og er í gildi til 8. janúar næstkomandi. Þegar þetta er skrifað hafa 330 manns skrifað undir. Þar er krafist að frumvarp Flokks fólksins verði samþykkt.

Í tilkynningu með listanum segir að ef frumvarpið verði ekki samþykkt munu lífeyrisþegar búsettir erlendis missa persónuafsláttinn og lækka í útborgunum um allt að 30 prósent á milli mánaða.

„Fyrir er þessi hópur skertur töluvert með búsetuskerðingum og fær engar félagslegar bætur sem eru stór partur af lífeyrisbótum,“ segir í tilkynningunni. „Með þessum lögum er verið að ráðast á þá sem hafa allra minnst í ráðstöfunartekjur. Þetta er verulega ljót aðför að öryrkjum og lífeyrisþegum hjá ríkisstjórninni og ég hvet alla til kynna sér alvöru málsins og skrifa undir.“

Getur numið 65 þúsund krónum á mánuði

Á síðu Skattsins sést að persónuafsláttur á árinu 2024 getur verið allt að 64.926 krónum á mánuði eða 779.112 krónum á ári. Er því um töluverðar fjárhæðir að ræða fyrir lífeyrisþega.

Á síðunni Kalli á Spáni, sem Karl Kristján Hafsteinn Guðmundsson heldur úti, segir:

„Þessi nýju lög mismuna Íslendingum sem búsettir eru erlendis með lífeyristekjur frá Íslandi með tvennum hætti – annars vegar uppruna teknanna og hins vegar eftir tvísköttunarsamningsgerðinni á milli Íslands og búsetulandsins.“

Heimsmet í lágkúru

Auk þess að leggja fram frumvarpið hafa þingmenn Flokks fólksins barist hart gegn breytingunni. Í grein í Morgunblaðinu í janúar á þessu ári sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður, að ríkisstjórnin hefði sett heimsmet í lágkúru. Það er með því að beita öldruðu og veiku fólki fjárhagslegu ofbeldi rétt fyrir jól.

Sjá einnig:

Guðmundur:Fólki refsað fyrir að gefast upp á Íslandi – Nýtt heimsmet í lágkúru?

„Þau áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skjóli næt­ur að fella brott per­sónu­afslátt aldraðs fólks á eft­ir­laun­um og ör­yrkja á líf­eyr­is­laun­um sem búa er­lend­is sýn­ir svart á hvítu ein­beitt­an fjár­hags­leg­an of­beld­is­hug henn­ar til þeirra sem reyna að lifa af í bútasaumuðu al­manna­trygg­inga­kerfi þeirra,“ sagði Guðmundur Ingi.

Undirskriftarlistann má nálgast hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“