Karlmaður í kringum sextugt lést í vinnuslysi í Stykkishólmi í gær. Endurlífgunartilraunir voru reyndar en báru ekki árangur. Var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum.
Mbl.is greindi fyrst frá.
Minningarathöfn hefur verið boðuð í bænum í dag. Lögregla rannsakar málið en ekki verður gerð grein fyrir tildrögum á þessari stundu.