fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Telja að ísbirnirnir tveir sem tilkynnt var um á Austurlandi hafi verið kynjamyndir sem villtu ferðamönnum sýn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur í dag um tvo ísbirni sem tveir erlendir ferðamenn töldu sig hafa séð þegar þeir voru við Laugafell norðaustur af Snæfelli, nálægt Kirkjufossi. Lögreglan á Austurlandi greinir nú frá því að líklegt þyki að kletta- og kynjamyndir hafi villt ferðamönnunum sýn. Leit hefur því verið hætt að svo stöddu vegna myrkurs en til öryggis verður leit haldið áfram þegar birtir.

Tilkynning lögreglu:

„Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur í dag frá tveimur erlendum ferðamönnum er verið höfðu við Laugafell norðaustur af Snæfelli, nærri Kirkjufossi, um tvo ísbirni á því svæði. Ferðamennirnir höfðu horfið óttaslegnir af vettvangi en gátu gefið upplýsingar um staðsetningu sína er þeir töldu sig verða ísbjarnanna varir, þá í rétt um þrjú hundruð metra fjarlægð.

Í kjölfarið var kannað af lögreglu hvort einhverjir væru í skálum við Laugafell og Snæfell. Svo reyndist ekki vera. Þyrla landhelgisgæslu var ræst út auk þess sem starfsmenn Landsvirkjunar könnuðu í vefmyndavélum fyrirtækisins, staðsettar nálægt þeim stað er ísbirnirnir áttu að hafa sést, hvort eitthvað markvert væri að sjá. Svo var ekki.

Lögreglumenn fóru og til leitar á þeim stað sem ferðamennirnir tilgreindu. Spor eftir ferðamennina fundust en engin önnur þar í kring, hvorki eftir stór dýr eða smá. Þyrla gæslunnar kom á vettvang um klukkan 19 í kvöld og fór yfir stórt leitarsvæði með nætursjónauka. Ekkert fannst.

Margvíslegar kletta- og kynjamyndir eru á leitarsvæðinu og snjór yfir sem getur villt óvönum sýn. Talið er að það hafi gerst að þessu sinni.

Leit hefur nú verið hætt vegna myrkurs en til öryggis verður henni fram haldið í birtingu í fyrramálið með þyrlu gæslunnar ef veður leyfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi