fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn kenna börnum að það að drepa Úkraínumenn „sé ekki jafn slæmt og morð“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 04:05

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskum skólabörnum er kennt að það „sé ekki jafn slæmt og morð“ að drepa Úkraínumenn. Meðal þeirra sem kenna börnunum þetta er leyniskyttan Semyon Stukalov.

Metro skýrir frá þessu og segir að á myndbandsupptöku sjáist þegar Stukalov heimsótti bekk einn og ræddi við nemendur. Þetta var í Vladimir-héraðinu. Markmiðið með þessu er að telja börnunum trú um réttmæti innrásarinnar.

Á upptökunni heyrst 9 ára drengur spyrja Stukalov: „Hvernig var það fyrir þig, hvernig leið þér þegar þú framdir fyrsta morðið?“

Kennari hans greip þá fram í og sagði: „Þetta er ekki morð, þetta er stríð.“

Stukalov tók þá til máls og sagði: „Þetta er ekki morð, en ég skil þig. Þetta er ekki eins og í tölvuleikjum þegar þú skýtur og færð 100 stig. Þú skýtur á óvininn og þú veist ekki hver afdrif hans verða. Þú gætir hafa hitt hann og hann féll niður. En þú veist ekki hvort hann dó, særðist eða er á lífi. Kannski fór kúlan ekki einu sinni í gegnum skothelda vestið hans.“

Hann sagði börnunum að hann reyni alltaf að skjóta „óvinina“ í fæturna til að „komast hjá því að drepa þá beint“.

Hann sagði börnunum einnig að ekki séu allir Úkraínumenn óvinir og að óvinirnir „séu nasistar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos