fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn kenna börnum að það að drepa Úkraínumenn „sé ekki jafn slæmt og morð“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 04:05

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskum skólabörnum er kennt að það „sé ekki jafn slæmt og morð“ að drepa Úkraínumenn. Meðal þeirra sem kenna börnunum þetta er leyniskyttan Semyon Stukalov.

Metro skýrir frá þessu og segir að á myndbandsupptöku sjáist þegar Stukalov heimsótti bekk einn og ræddi við nemendur. Þetta var í Vladimir-héraðinu. Markmiðið með þessu er að telja börnunum trú um réttmæti innrásarinnar.

Á upptökunni heyrst 9 ára drengur spyrja Stukalov: „Hvernig var það fyrir þig, hvernig leið þér þegar þú framdir fyrsta morðið?“

Kennari hans greip þá fram í og sagði: „Þetta er ekki morð, þetta er stríð.“

Stukalov tók þá til máls og sagði: „Þetta er ekki morð, en ég skil þig. Þetta er ekki eins og í tölvuleikjum þegar þú skýtur og færð 100 stig. Þú skýtur á óvininn og þú veist ekki hver afdrif hans verða. Þú gætir hafa hitt hann og hann féll niður. En þú veist ekki hvort hann dó, særðist eða er á lífi. Kannski fór kúlan ekki einu sinni í gegnum skothelda vestið hans.“

Hann sagði börnunum að hann reyni alltaf að skjóta „óvinina“ í fæturna til að „komast hjá því að drepa þá beint“.

Hann sagði börnunum einnig að ekki séu allir Úkraínumenn óvinir og að óvinirnir „séu nasistar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár