fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Barnaníðingur sem braut gróflega á fimmtán ára dóttur sinni taldi 8 ára dóm of þungan

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 10. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur synjað dæmdum barnaníðingi um að taka fyrir dóm sem féll í Landsrétti í júní. Maðurinn var dæmdur fyrir sifjapell og nauðgun gegn 15 ára dóttur sinni. Meðal annars að hafa við hana margsinnis endaþarmsmök.

Maðurinn, sem er um fertugt, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness þann 19. september á síðasta ári. Hlaut hann átta ára dóm fyrir brot gegn barninu sem voru framin á um hálfs árs tímabili, frá miðju ári 2022 fram til upphaf árs 2023.

Auk þess að hafa við hana endaþarmsmök, neyddi hann hana til þess að hafa við sig munnmök, sleikti kynfæri hennar, fór með fingur inn í kynfæri hennar og káfaði á brjóstum eins og segir í dóminum. Þá hafi hann tekið ljósmyndir og myndbandsupptökur. „Ákærði  nýtti sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum,“ segir í dóminum. Brotin áttu sér meðal annars stað í Bandaríkjunum.

Ógrynni barnaklámsefnis

Í dómi héraðsdóms segir að fundist hafi 27 ljósmyndir og 9 myndskeið af brotunum. Í fartölvu hafi einnig fundist hátt í 40 þúsund ljósmyndir og 600 kvikmyndir sem sýni börn á kynferðislegan hátt.

Sjá einnig: Átta ára fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gegn dóttur sinni – Tók myndbönd af brotunum

Í Landsrétti var fallið frá þeim hluta málsins er varðaði ljósmyndir og myndskeið af brotum hans gegn dótturinni. Í dóminum sagði að ósamræmis gætti í ákærunni og óskýrleikinn hefði torveldaði manninum að taka afstöðu til sakarefnisins. 8 ára fangelsisdómur 6 milljón króna bætur til dótturinnar voru hins vegar óhaggaðar frá Héraðsdómi til Landsréttar.

Sagði dóminn of þungan

Í leyfisbeiðni sinni taldi hinn dæmdi barnaníðingur að refsingin hefði verið of hörð, taldi hann dóm Landsréttar rangan og krafðist sýknu. Sagðist hann hafa verið sakfelldur án viðhlítandi sönnunargagna.

Eins og áður segir hafnaði Hæstiréttur beiðninni. Taldi rétturinn ekkert í málinu hafa almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“