fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Tveir létust í bílslysi á Grindavíkurvegi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti fyrir stuttu á Facebook-síðu sinni að tveir einstaklingar hafi látist í umferðarslysi sem varð á Grindavíkurvegi á tólfta tímanum í dag.

Í tilkynningunni segir að embættið hafi slysið til rannsóknar.

Tilkynnt hafi verið um slysið til Neyðarlínunnar um klukkan 11:35 og hafi viðbragðsaðilar farið strax á vettvang. Tvö ökutæki hafi verið utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Ökumaður og farþegi annars ökutækisins hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi.

Rannsókn lögreglu sé á frumstigi en miði að því að upplýsa um tildrög slyssins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi verið upplýst um slysið og Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu fengin til að aðstoða við vettvangsrannsókn. Grindavíkurvegi hafi verið lokað um tíma á meðan vettvangsrannsókn hafi farið fram en vegurinn hafi verið opnaður á ný.

Mikil hálka hafi verið á slysstað, en veðuraðstæður góðar. Unnið sé að því að tilkynna aðstandendum um slysið og veiti lögreglan ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka