fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Meðlimur Íslamska ríkisins bjó á Akureyri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 16:45

Frá Akureyri. Mynd: Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti Ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu fyrir stundu. Þar kemur fram að maður sem handtekinn var í morgun á Akureyri hafi verið meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Hann hafi ásamt fjölskyldu sinni verið fluttur úr landi samdægurs.

Í tilkynningunni kemur fram að þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Í framhaldi af því voru framkvæmdar húsleitir á tveimur stöðum og lagði lögreglan hald á farsíma og peninga. Tveimur karlmannanna hafi nú verið sleppt. Þriðji maðurinn var fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára og sé flugvélin sem flutti fjölskylduna lent í Grikklandi. Fjölskyldan kom hingað til lands í september og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en var synjað á þeim forsendum að hún hafi fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi.

Í tilkynningunni kemur fram að aðgerðir lögreglu hafa staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur í Íslamska ríkinu, ISIS.

„Mikilvægt þótti að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og voru því starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna á vettvangi,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins sé enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“