fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarlys

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. september 2024 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gangandi vegfarandi lést þegar ekið var á hann á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar skömmu eftir miðnætti. RÚV greinir frá þessu.

Sæbraut var lokað til beggja átta frá Vesturlandsvegi að Holtavegi í um það bil tvær klukkustundir meðan viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi. Lögregla hefur greint frá því að vegfarendur hafi tekið lokuninni illa og sýnt störfum lögreglu á vettvangi lítinn skilning.

„Lögregla minnir á að ávallt er góð ástæða fyrir lokunum lögreglu, en þær eru bæði til að tryggja vettvanginn í tengslum við rannsóknarhagsmuni auk þess að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem starfa innan lokana,“ segir í dagbók lögreglu af þessu tilefni.

Uppfært kl. 11:35:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt, en þar var fólksbifreið ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til  austurs. Tilkynning um slysið barst tíu mínútum eftir miðnætti og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, en því miður var vegfarandinn látinn er að var komið.

Lokað var fyrir umferð um vettvanginn á meðan unnið var að rannsókn málsins, líkt og venjan er þegar svo alvarlegt slys hefur átt sér stað, og mætti það litlum skilningi annarra vegfaranda. Lögreglumenn eru ýmsu vanir í þeim efnum, en framkoma sumra í nótt var dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, eru beðin um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“