fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Andlega veikt fólk líklegra til þess að vera ekki bólusett gegn COVID-19

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. september 2024 13:30

Bólusetning gegn COVID-19. Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem á við andleg veikindi að stríða og er ekki á lyfjum er ólíklegra til þess að vera bólusett fyrir COVID-19 en annað fólk. Þetta kemur fram í rannsókn, sem var meðal annars unnin á Íslandi.

Það voru vísindamenn við Karólinska rannsóknarháskólann í Svíþjóð sem unnu rannsóknina. En hún var unnin upp úr gögnum frá Svþjóð, Noregi, Íslandi, Eistlandi og Skotlandi manns og birt í tímaritinu Nature Communications.

Í rannsókninni kemur fram að fólk sem glímir við andleg veikindi og er ekki á lyfjum við því sé 9 prósent ólíklegra til þess að hafa fengið fyrstu bólusetningu við COVID-19. Einnig að fólk sem á við fíkniefnavanda að stríða sé 16 prósent ólíklegra til að hafa fengið bólusetninguna.

„Frekari rannsókna er þörf til þess að finna orsakirnar fyrir þessu til þess að bæta bóluefnaherferðir í framtíðinni til þess að ná sem bestri vörn gegn smitsjúkdómum,“ segir Mary Barker, rannsóknardoktor við stofnunina. „Þar sem einstaklingar með andleg veikindi eru í meiri áhættu að fá alvarlegan COVID sjúkdóm er bóluefnavörn sérstaklega mikilvæg fyrir þennan hóp.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði