fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hryllingsnóttin í Drangahrauni – Dómurinn yfir Maciej staðfestur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. september 2024 15:42

Maciej við réttarhöldin í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest 16 ára fangelsisdóm yfir Pólverjanum Maciej Jakub Talik, fyrir morð á samlanda sínum, Jaroslaw Kaminski, aðfaranótt 17. júní árið 2023. Morðið var framið í leiguhúsnæði að Drangahrauni í Hafnarfirði. Vísir greindi frá.

Maciej játaði að hafa stungið Jaroslaw í hálsinn með hnífi en bar fyrir sig neyðarvörn. Dómstólar hafa ekki fallist á þá skýringu og sakfellt Maciej fyrir manndráp af yfirlögðu ráði. Jaroslaw stunginn fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en hann lét lífið vegna áverka á hjarta.

Atburðurinn átti sér stað eftir að mennirnir höfðu setið lengi saman að sumbli en Maiej sakaði Jaroslaw um að hafa svikið út úr sér fé og ógnað sér með ýmsum hætti. Ekkert kom fram við réttarhöldin sem staðfesti þessar ásakanir.

Við aðalmeðferð í Héraðsdómi var Maciej spurður út í sms-skilaboð til vina sinna þar sem hann sagðist ætla að drepa Jaroslaw, nokkrum klukkustundum fyrir morðið. Maciej sagði að aldrei hafi verið alvara í þeim hótunum. Hann útskýrði þetta með pólsku máltæki, að hleypa úlfinum úr skóginum. Segist hann oft hafa lent í rifrildum í Póllandi og sent frá sér svona skilaboð, þar sem hann hótaði að myrða fólk. Hann meinti það ekki.

Það kom fram í frásögn Maciej að Jaroslaw réðst aftur á hann eftir fyrstu hnífstunguna og þá stakk Maciej hann aftur. Hann viðurkenndi aðspurður að Jaroslaw hafi þá ekki verið með vopn í hendi en sjálfur hafi hann haldið á hnífnum. Ekki var öðrum vopnum til að dreifa í átökunum.

Engu að síður sagðist Maciej hafa óttast að Jaroslaw ætlaði að drepa hann í atlögunni, þó að hann væri óvopnaður en Maciej sjálfur með vopn í hendi.

Sem fyrr segir hefur Landsréttur staðfest 16 ára fangelsisdóm yfir Maciej Jakub Talik. Sakborningurinn er fertugur að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár