fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Fagna niðurfellingu tilefnislausrar rannsóknar – Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi grafið undan trausti

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. september 2024 17:06

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamannafélag Íslands fagnar því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi fellt niður rannsókn á hendur blaðamönnum. Rannsóknin hafi verið tilhæfulaus og grafið undan trausti.

„Líkt og BÍ hefur bent á frá upphafi rannsóknarinnar var aldrei grundvöllur til hennar enda beindist hún að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti,“ segir í yfirlýsingu félagsins. „Í því felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi.“

Farið er hörðum orðum um embætti lögreglustjórans, sem Páley Borgþórsdóttir situr í. Sagt er að um margra ára skeið hafi lögreglustjórinn haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. Þetta hafi bæði haft áhrif á líf þeirra sem og skapað réttaróvissu og haft víðtæk fælingaráhrif. Þó það sé von BÍ að þetta hafi ekki verið eitt af markmiðunum með rannsókninni þá sé erfitt að útiloka að það hafi einmitt verið raunin.

„Yfirlýsing sem lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti opinberlega fyrr í dag um niðurfellingu málsins er ekki til þess fallin að eyða framangreindum vafa og endurheimta það traust sem fyrri framganga embættisins í málinu hefur grafið undan,“ segir í yfirlýsingunni. „Í yfirlýsingunni, sem fá ef nokkur fordæmi eru fyrir í íslenskri réttarframkvæmd, felst ekki hlutlæg greinargerð um lyktir málsins heldur er þar þvert á móti staðhæft að „allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á [228. og 229. gr. almennra hegningarlaga]“. BÍ lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem er hvorki í samræmi við niðurstöðu embættisins í málinu né almennar starfsskyldur þess.“

Að lokum er sagt að BÍ muni aðstoða blaðamennina að leita réttar síns kjósi þeir að gera það. Einnig verið lagt mat á það hvernig brugðist verði við þessu fordæmalausa máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“