fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Valgerður fyrsti íslenski hnefaleikarinn til að berjast í UFC

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 17:30

Valgerður Guðsteinsdóttir er klár í slaginn. Mynd UFC/360 Boxing Promotions

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir annar þjálfari Valgerðar skrifar frá Írlandi
Valgerður Guðsteinsdóttir, atvinnuhnefaleikari, mun stíga inn í hringinn á morgun föstudaginn 20. september og verður þar með fyrsti íslenski hnefaleikarinn til þess að berjast á vegum 360 Boxing Promotions og UCF, stærsta bardagasambands veraldar í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í Dublin í Írlandi en andstæðingur Valgerðar er Shauna O´Keefe sem kölluð er írskari hamarinn (e. The Irish Hammer).  Shauna O’keefe. Óhætt er að fullyrða að um sé að ræða stærsta vettvang sem íslenskur hnefaleikari í sögu Íslands hefur keppt á en um er að ræða 13 atvinnubardaga Valgerðar. Undirbúningurinn hefur gengið afar vel, hún mætir því í hringinn í sínu allra besta formi, andlega og líkamlega.
Frá innvigtun í morgun á UFC hótelinu í Dublin. Mynd/Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Valgerður er í hópi öflugra hnefaleikara sem mun láta ljós sitt skína þetta kvöld og er mikil eftirvænting fyrir kvöldinu. Baráttan hefst kl 16:30 á íslenskum tíma á morgun og verður blásið til áhorfspartý á vegum Mjölnirs og Fimmtu lotunnar í MiniGarðinum í Skútvogi til að horfa á bardagann, þar sem allir eru velkomnir. Bardaginn hjá Valgerði er númer tvö í röðinni og því mikilvægt að mæta rúmlega fyrir, áður en dagskráin hefst, sérstaklega ef að fyrsti bardagi endar snemma með rothöggi. Þeir sem komast ekki á MiniGarðinn geta keypt streymi á bardagann í gegnum UFCfightpass.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald