fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af öflugri fjárfestingafélagum landsins, Gnitanes ehf., hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi við Seljugerði 12 í Reykjavík, sem er í eigu athafnamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar í gegnum félag hans Hótel Valhöll ehf. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. Húsið, sem er 334 fermetrar af stærð, er auglýst til sölu á almennum markaði um þessar mundir og er ásett verð 295  milljónir króna. Í lýsingu á húsinu kemur meðal annars fram að það státar af glæsilegri innanhússundlaug sem er síður en svo algengt hérlendis.

Gnitanes ehf. er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, og hjónanna Ingmundar Sveinssonar og Sigríðar Arnbjarnardóttir. Gnitanes ehf. á hlut í mörgum af öflugustu fyrirtækjum landsins en félagið hagnaðist um rúman einn milljarð króna í fyrra. Einar Örn stýrir félaginu ásamt Arnbirni Ingimundarsyni, syni Ingimundar og Sigríðar. Staða félagsins er firnasterk en það er nær skuldlaust og á eignir upp á tæpa 11 milljarða króna.

Jón Óðinn, sem er fæddur árið 1939, er þekktur athafnamaður, sérstaklega í hótelrekstri. Hann erfði Hótel Valhöll og rak gistiaðinn um árabil sem og Hótel Örk í Hveragerði. Þá rak hann kvikmyndahúsið Regnbogann um árabil auk þess að komast í fréttirnar fyrir deilur sem sneru að fasteign sem veitingahúsið Caruso á Laugarvegi var starfrækt í um árabil. Þær deilur urðu tilefni til ítarlegrar úttektar á ferli Jóns Óðins sem birtist á Vísi árið 2014 en óhætt er að segja að hann hefur víða komið við.

Nauðungarsölukrafan er tilkomin vegna 35 milljón króna láns sem Jón Óðinn sló árið 2022 frá Gnitanesi  ehf. gegn veði í Seljugerði 12. Veðskuldabréfið er núna í vanskilum en  heildarskuldin hljóðar nú upp á tæpar 44 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Í gær

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu